Kennsluaðferð

Kennslu- og námsaðferð skólans í tungumálum og raungreinum

Bylting í kennslu- og námsaðferðum
ekki síst í tungumálum með aðferðinni: “Móðurmálstækni”
sem hægt og sígandi hefur verið þróast í starfi skólans
frá því skólinn hóf störf árið 1989”

Aðferðin hefur verið í þróun síðan 1989 eða í nær þrjá áratugi og hefur margsannað gagnsemi sína fyrir nemendum. Aðferðin vinnur á einfaldan, áþreifanlegan og skiljanlegan hátt með verkfærum “móðurmálstækninnar” með lögmál hljóðfræði og málfræði, sérílagi ensku, íslensku og annarra norrænna, germanskra sem og annarra rómanskra og slavneskra tungumála eða með öðrum orðum svokallaðra indó-evrópskra tungumála eða einfaldlega vestrænna tungumála. Aðferðin gerir okkur fært að skilja á áþreifanlegan og skýran hátt tengslin milli þessara tungumála og sameiginlegan bakgrunn þeirra sem og langtíma þróun þeirra í átt til endursameiningar þeirra.

Þetta gerist hægt og bítandi en stöðugt fyrir tilstilli síaukinna viðskipta, samskipta og tengsla milli þessara þjóða og tungumála og þar af leiðandi einnig sameiginlegrar og sameinaðrar framtíðar. En aðeins um 3-5 þúsund ár afturábak voru þessi tungumál nær eitt og hið sama tungumál eða hin indó-evrópska tunga.

Aðferðin gerir svo nemendum fært að ná mun fastari tökum á því tungumáli sem þeir eru að læra og gerir allan feril námsins auðveldari og skipulagðari á grundvallandi hátt og gerir nám tungumálsinsáþreifanlegra og skiljanlegra og námið og segja má að tungumálið fari að lúta stjórnar nemandansen ekki öfugt.

Við nýtum einnig það sameginlega sem við þekkjum úr móðurmáli okkar til þess að færa það yfir á það tungumál sem við erum að læra. Móðurmálstæknin nefnist á ensku Inter-Lingual-Learning Technique og hljóðfræðiferð hennar nýtist vel svo langt sem við höfum prófað á flest evrópsk og vestræn eða sem áður voru nefnd indó-evrópsk tungumál.

Aðferðin byggir á virkni hljóðanna og stafanna sem eru tákn þeirra og er “funksjónalistísk” og lítur til heildarskilnings þess viðfangsefnis eða tungumáls sem við á hverju sinni. Þekkingin færist frá athugun á hinu sérstaka og færist svo yfir til að mynda smám saman hið altæka eða heildarinnar, sem þróast úr mörgum sértækum og einstökum athugunum. Frá þeirri heildarmynd sem smám saman myndast fer maður aftur með þá byrjunar-heildarmynd og þekkingu og skilning sem myndast hefur og fer meða þá reynslu og þekkingu aftur til aðrannsaka aðra sértæka hluta og nú með enn betri tökum og skilningi á því. Þetta er því stöðugt
samspils-samband eða díalektískt samband.

Hin funksjónalistíska, sértæka og heildræna aðferð nemur orsakir og afleiðingar í virkni tungumálsins sem gerir námið miklum mun auðveldara og skilvirkara og smíðar verkfæri fyrir nemandann til að beita í náminu. Nemandinn skilur orsakir og tilgang ákveðinna beyginga eða breytinga í tungumálinu, en lærir ekki aðeins að þetta eða hitt sé rétt og hitt sé vitlaust og það sé bara að læra hið rétta utanað.

Segja má að almennt hverfi skyndilega öll helstu vísindalegu lögmál orsaka og afleiðinga þegar kemur að tungumálanámi, þau sömu vísinda- og þekkingarlögmál sem gilda og eru viðurkennd í öllu raunvísindanámi og rannsóknum og að námið í hefðbundnu tungumálanámi einkennist fremur af yfirborðslegum utanbókalærdómi eða páfagaukalærdómi fremur enn virkum skilningi á virkni tungumálsins og því að gefa nemandanum virk námsverkfæri til vinna með.

Deilið þessu upplýsingum með öðrum hér fyrir neðan á: